xyxy

Hann gifti Sigríði dóttur sína Brandi hinum örva Vermundarsyni. Hana átti síðar Kolli Þormóðarson Þorlákssonar á Eyri og bjuggu þau í Bjarnarhöfn. Unni dóttur sína gifti hann Víga-Barða. Hana átti síðar Sigurður, sonur Þóris hunds úr Bjarkey á Hálogalandi, og var þeirra dóttir Rannveig er átti Jón, sonur Árna Árnasonar Arnmóðssonar, og var þeirra sonur Víðkunnur úr Bjarkey er einn hefir göfgastur verið lendra manna í Noregi. Snorri goði gifti Þórdísi dóttur sína Bolla Bollasynir og eru af þeim komnir Gilsbekkingar. Hallberu dóttur sína gifti Snorri Þórði, syni Sturlu Þjóðrekssonar. Þeirra dóttir var Þuríður er átti Hafliði Másson og er þaðan komin mikil ætt. Þóru dóttur sína gifti Snorri Kerru-Bersa, syni Halldórs Ólafssonar úr Hjarðarholti. Hana átti síðan Þorgrímur sviði og er þaðan komin mikil ætt og göfug.